Carnivor Cabernet Sauvignon 2013

Carnivor er rauðvin frá norðurhluta Kaliforníu, þrúgan er Cabernet Sauvignon en það er líka smá Merlot í blöndunni.

Afskaplega dökkt, nánast svart og ógegnsætt, angan þung, þurrkuð og sultuð sólber, mikið kaffi og dökkt súkkulaði, malbik. Mjög þykkt, sætur, þurrkaður ávexti í munni. Mikið um sig en mjúkt. Vín sem þolir töluvert bragðmikinn mat, grillað kjöt, þess vegna í BBQ-sósu.

2.499 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.