Ruffino Riserva Ducale 2012

80%
Awesome
  • vinotek.is
    8

Ruffino er eitt af þekktustu vörumerkjum Chianti-héraðsins og nafnið er í hugum margra samofið við rauðvínin frá Chianti.

Síðustu árgangar sem við höfum smakkað af þessu víni hafa ekki alveg verið að ná því sem að maður átti von á og það er því ánægjulegt að sjá 2011-árganginn í alveg hreint prýðilegu formi. Í nefi angan af þroskuðum kirsuberjum, laufbotni, telauf, blóm og agnarögn af mentoli, Ágætlega þétt, fínlegt og elegant, þægileg tannín. Hið prýðilegasta Chianti Classico.

3.339 krónur. Góð kaup.

Deila.