Fjórar stjörnur í DV!

Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum fær hvorki meira né minna en fjórar stjörnur og  alveg hreint glimrandi dóma í ritdómi Eggerts Skúlasonar í DV í morgun. „Þeir sem áhuga hafa á vínum og þeim heimi sem þau eru sprottin úr verða að eiga þessa bók,“ segir Eggert og bætir við að bókin hafi ekki farið upp í hillu frá því að hann keypti hana. „Hún er virkilega eigulegur gripur,“ segir í dómnum, lipurlega skrifuð og fallega myndskreytt.

„Steingrímur er hafjór af fróðleik um hvers konar vín. Hér tekst honum á lipurlegan hátt að koma þeim fróðleik til skila,“ segir jafnframt.

Við þökkum fyrir og hvetjum alla lesendur Vínóteksins til að skoða bókina í næstu búð. Hún er fáanleg í öllum bókabúðum auk helstu stórmarkaða á borð við Hagkaup, Bónus, Krónuna og Nettó.

 

Deila.