Campo Viejo Gran Reserva 2009

campo viejoCampo Viejo er eitt af stærstu vínhúsum Rioja og var lengi í eigu Domecq-fjölskyldunnar. Vínin eru yfirleitt nokkuð klassísk og ágætlega gerð.

Gran Reserva-vínið er það sem legið hefur lengst á eik og flösku og hér er vínið komið á sjöunda ár. Það er ágætur dökkur berjaávöxtur í nefi, nokkuð eikað með sætri vanillu, örlitlum reyk, kaffi og kryddi. Það hefur ágætis ferskleika í munni, góða sýru og mjúk og fín tannín.

80%

2.999 krónur. Mjög góð kaup. Vín fyrir rautt kjöt.

  • 8
Deila.