Gerard Bertrand Chardonnay Reserve Speciale 2014

betrand chardonnayGerard Bertrand framleiðir vín víða  í Languedoc í Suður-Frakklandi og í Réserve Spéciale línunni eru einkenni einstakra þrúgna dregin fram.

Þetta er Chardonnay í alþjóðlegum stíl og það er töluverður „nýjaheimsfílingur“ í víninu, sætur, suðrænn ávöxtur, sítrus, ananas og ferskjur, vínið er gerjað á eikartunnum hluta og viðurinn bætir við vott af vanillu og hnetum. Kröftugt í munni, mikill sætur ávöxtur, suðræn sól.

80%

2.299 krónur sem er um hundrakallinum lægra verð frá því þegar við smökkuðum síðasta árgang. Þetta vín var frábær kaup þá og versnar ekki við lægra verð.

  • 8
Deila.