Einfaldlega unaðslegur appelsínuís

Þessi appelsínuís var borinn fram í matarboði með súkkulaðiköku og jarðarberja og var það góður að ekki kom annað til greina en að fá uppskriftina. Ísinn er afskaplega einfaldur, enda býr fegurðin í einfaldleikanum: 5 eggjarauður og 5 msk sykur þeytt saman. Blandað við 5 dl af þeyttum rjóma. Og loks rifinn börkur af 2 appelsínum. Þær þarf að grófrífa  en varlega svo aðeins fariappelsínuguli börkurinn, en ekki ramma hvíta kjötið  fyrir innan. Setjið í ílát og frystið.

Deila.