Risarækjur í túrmerik með kaffirlime-laufum

Risarækjur eru vinsælar í asískri matargerð sem og í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þessi uppskrift er yndisleg og í anda suðausturhluta Asíu.

  • 20 risarækjur
  • 12 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 3-4 skalottulaukar, saxaðir
  • 1 rauður chilibelgur, saxaður fínt
  • 2 tsk túrmerik
  • 2 tsk sykur
  • 4 kaffir lime lauf, mulin
  • limesafi
  • salt og pipar

Skolið rækjurnar og þerrið. Setjið í skál og kreystið safa úr einni lime yfir. Piprið. Látið liggja í lime-piparleginum þar til þær fara á pönnuna.

Hitið olíu á pönnu og steikeið hvítlauk skalottulauk og chili í 2-3 mínútur. Setjið sykur og túrmerík á pönnuna og hrærið saman. Setjið næst rækjurnar á pönnuna og steikið á miðlungshita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hækkið þá hitann undir, saltið og piprið og steikið áfram í tæpa mínútu.

Setjð á diska, sáldrið kaffir lime-laufunum yfir ásamt smá lime safa.

Góðan og ferskan Chardonnay er tilvalið að bera fram með þessu, t.d. Gerard Bertrand Chardonnay. 

Deila.