Risarækjur í hvítlauk og hvítvíni

Hvítlaukur og steinselja er klassísk samsetning með humar og það er ekki síður hægt að nota hana þegar risarækjur eru annars vegar. Hérna notum við hins vegar kóríander sem er fullkomið með þessum rækjum.

  • 800 g risarækjur
  • 1/2  dl ólífuolía
  • 3 dl hvítvín
  • 5 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • væn lúka af söxuðum kóríander
  • rifinn börkur af hálfri sítrónu
  • 25 g smjör
  • salt og pipar

Hitið olíu á stórri pönnu sem að rúmar rækjurnar í einu lagi. Steikið rækjurnar í tæpar tvær mínútur á hvorri hlið. Bætið þá söxuðum hvítlauknum út á og veltið um á pönnunni í um mínútu. Hellið næst víninu yfir, leyfið því að malla á pönnunni í nokkrar mínútur þar til að það hefur soðið aðeins niður og er farið að mynda góða sósu. Bætið loks smjörinu við og hrærið saman við þannig að sósan þykkist. Saltið og piprið. Setið á fat eða í stóra skál og sáldrið kóríande yfir. Berið fram með sítrónubátum.

Deila.