Nederburg Winemaster Reserve Cabernet Sauvignon 2013

IMG_1965Suður-Afríka var ansi fyrirferðarmikil í hillum vínbúðanna fyrir nokkrum árum en af einhverjum ástæðum misstu vínin þaðan aðeins flugið í vinsældum og við höfum ekki verið að sjá mikið af nýjum og spennandi vínum þaðan undanfarið.

Þetta minnir okkur hins vegar á hvers vegna suður-afrísku vínin náðu vinsældum. Dökkt, svolítið exótískt og framandi með dökku yfirbragði og dökkum, þroskuðum ávexti, sætur, þungur og þroskaður sólberjaávöxtur og plómur í bland við jörð og reyk. Í munni þykkt, djúpt og ferskt og þægilegt.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup á þessu verði og hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 8
Deila.