Public House er einn af heitustu stöðunum í Reykjavík þessa dagana, gastro pub sem býður upp skemmtilegan matseðil þar sem íslensk hráefni eru elduð með asískum, ekki síst japönskum blæbrigðum. En Villi á barnum á Public House setti líka saman kokteila í tilefni af hátíðardegi Íra og hér er það St. Vilhjálmur.
- 35 ml Jameson’s Irish Whiskey
- 20 ml Calvados
- 20 ml sykursíróp
Hristið og síið í kokteilglas.