La Chablisienne Petit Chablis 2014

IMG_0071Pas si Petit er yfirskriftin á þessu Petit Chablis-víni frá La Chablisienne. Petit þýðir auðvitað lítill á frönsku en þessi Chablis er alls ekkert svo lítill – pas si petit þótt hann komi af ytri svæðum héraðsins. Það er mjög ljóst á lit, fölgrænt, með sítrusbörk, rifinn sítrónubörk í nefi í bland við smjör og þetta týpíska míneralíska yfirbragð sem klassísk Chablis-vín hafa, en einnig smá seltu. Nokkuð þykkt í munni með góðri ferskri sýru. Þetta er bara alls ekkert lítill Chablis þetta árið.

 

80%

2.398 krónur. Frábær kaup á þessu verði.

  • 8
Deila.