Ramon Roqueta Tempranillo-Cabernet Sauvignon Reserva 2011

IMG_1048Bodegas Ramon Roqueta er vínhús í Katalóníu á Spáni sem sendir frá sér traust og vel gerð vín á frábæru víni eins og þetta rauðvín úr blödnunni Tempranillo og Cabernet Sauvignon.  Svartur, þroskaður ávöxtur í nefi, sólber og dökk kirsuber í bland við reyk og eik, vottur af tjöru, Kryddað. Feitt og mjúkt, eikin áberandi, Cabernetinn gefur Tempranillo meira bit. Flott vín.

80%

1.899 krónur. Frábær kaup. Þetta er mikið vín fyrir lítinn pening og fær hálfa auka stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

  • 8
Deila.