Terruyno-vínin eru meðal allra bestu vín chilenska vínrisans Concha y Toro og eru gerð úr þrúgum af tilteknum bletti innan einnar ekru. Carmenere-þrúgurnar sem notaðar voru til framleiðslu á þessu víni koma þannig af bletti sem nefndur er Block 27 af ekrunni Peumo í Cachapoal í Rapel-dalnum en þessi vín hafa reglulega verið tilnefnd sem einhver bestu Carmenere-vín landsins.
Mjög dökkt, svarblár litur og djúpur. Í nefi er eikin áberandi, með kaffibaunum og súkkulaði, svartar plómur og þroskuð kirsuber, smá five spice, þykkt, mjúk og rúnnuð tannín. Hörkuvín, góð lengd.
100%
4.999 krónur. Frábær kaup.
-
10