Louis M. Martini Napa Valley Cabernet Sauvignon 2012

img_3292Þrátt fyrir ágætt úrval í vínbúðunum hefur maður oft saknað þess hversu lítið er til af bandarískum vínum en góð vín þaðan eru alla jafna með þeim bestu sem hægt er að fá í heiminum. En þau geta líka verið svakalega dýr. Það er því ánægjulegt að fá hér ekki bara virkilega, virkilega flott vín frá Napa í Kaliforníu heldur lika á verði sem er virkilega hagstætt miðað við góð vín frá þessu rándýra svæði og það frá flottum framleiðanda en þess má geta að nýjasti árgangurinn af toppvíninu Lot 1 frá Louis M. Martini var á dögunum að fá fullt hús stiga eða 100 punkta hjá Robert Parker og Wine Advovate.

2012 árgangurinn af Napa Cab frá Martini er frábærlega vel gert vín, dökkrautt, en smá vottur af fjólubláum tónum í lit, djúp og þroskuð angan þar sem takast á sólber, rifsber og trönuber, eikin heldur fast utan um vínið, án þess að fara yfir stikið, flottur tannískur strúktúr, þetta er vín með alvöru „beinagrind“ en engu að síður, mjúkt með þroskuðum, fínum tannínum.

100%

3.899 krónur. Frábær kaup á því verði og fær fullt hús stiga fyrir hlutfall verðs og gæða. Með öllu rauðu kjöti.

  • 10
Deila.