Fimm íslenskir staðir í Michelin

Stóru tíðindin hjá Michelin í dag voru auðvitað að Dill hefði fyrstur íslenskra veitingastaða fengið eina af hinum eftirsóttu Michelin-stjörnum. Fjórir aðrir staðir eru hins vegar nefndir í Michelin, þótt þeir fái ekki stjörnu og er því alls mælt með fimm veitingastöðum, sem allir eru í Reykjavík.

Af hinum stöðunum fá þrír annars vegar þrenn hnífapör (Very Good Standard) eða tvenn hnífapör (Good Standard) og einn fær svokallaða BiB Gourmand-viðurkenningu en þá viðurkenningu fá veitingahús sem talin eru gefa mikið fyrir peninginn. Auk Dill þá eru staðirnir í Michelin Gallery á Hótel Holti, Grillið á Hótel Sögu, Vox á Hilton Nordica og Matur og Drykkur úti á Grandagarði.

Um Gallery á Hótel Holti segir Michelin:

The island’s oldest and most highly regarded restaurant sits within the Holt hotel, and comes with red furniture and a huge art collection. Classic French cooking uses top island produce; the cured salmon recipe dates back to 1966! Very Good Standard.

Um Grillið segir Michelin:

Located at the top of a hotel; the unusual ceiling depicts the zodiac signs but it’s the 360° views that will steal your attention, especially at sunset. The young team deliver an array of ambitious Nordic dishes with clear flavours. Good Standard.

Um Vox segir Michelin:

A stylish restaurant and bar set off the lobby of the Hilton hotel. At lunch there’s a popular hot and cold buffet; at dinner, choices include an à la carte and ‘Season’ and ‘Seafood’ tasting menus. Cooking is modern and creative. Good Standard.

Um Mat og Drykk segir Michelin:

This simple little eatery is named after a famous Icelandic cookbook and shares its premises with the Saga Museum. Old recipes are given subtle modern twists, with delicious dishes displaying touches of creativity. Alongside the à la carte are some great value set menus; be sure to order some ‘snacks’ too. Simple Standard.

Hér er svo hægt að lesa umfjöllun okkar um Dill og þau áhrif sem Michelin-stjarnan hefur á íslenskt veitingahúsalíf. 

 

Deila.