E. Guigal Cotes du Rhone 2013

Það er ekki að ósekju að Marcel Guigal hefur unnið sér orð sem einn besti framleiðandi ekki bara heimahéraðsins Rhone heldur einnig Frakklands og þar með raunar heimsins. Það eru öll vínin hans framúrskarandi og það á líka við um hið „einfalda“ Cotes-du-Rhone sem í höndum Guigal stendur alltaf fyrir sínu. Þetta er vínið sem setur að mörgu leyti línurnar fyrir önnur vín á svæðinu, þetta er alvöru vín.

Ólíkt flestum öðrum Cotes-du-Rhone-vínum er það Syrah-þrúgan sem er í aðalhlutverki og það er eins og hún verði meira áberandi með hverjum árganginum. Í nefi dökkur, rauður ávöxtur, kirsuber, skógarber, svartar ólífur, allt kryddað, kröftugt, ungt og sprækt. Gefið smá tíma til að opna sig. Má vel geyma í 1-2 ár.

90%

2.569 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.