Fonterutoli Chianti Classico 2013

Fonterutoli eru vín frá Mazzei-fjölskyldunni, einni þekktustu vínfjölskyldu Toskana-héraðsins á Ítalíu. Þetta vín, sem er eins konar „annað“ vín fjölskyldunnar á eftir chateau eða öllu heldur kastalavíninu Castello di Fonterutoli, hefur löngum verið með þeim allra bestu í sínum flokki. Nútímalegt og tignarlegt í senn.

Mjög dökkt á lit, massíft og mikið, heldur hlutunum þétt að sér í fyrstu, þarf tíma til að opnast, þetta er þungaviktar Chianti Classico. Dökk ber, krækiber, sólber, þarna er líka kóngabrjóstsykur og krydd, sýrumikið, þétt, tannískt, virkilega vel strúktúrerað.

90%

3.395 krónur. Frábær kaup.

  • 9
Deila.