Úlfur Úlfur er mættur!

Það er vor í lofti og vorboðarnir eru byrjaðir að skjóta upp kollinum.

Einn slíkur er Úlfur Úlfur, Double IPA frá Borg Brugghúsi en undanfarin ár hefur verið hefð að hefja sölu á honum þann 1. apríl. Góð stemning hefur myndast undanfarin ár og mikil eftirvænting legið í lofti í aðdraganda komu hans í verslanir ÁTVR.

Borg Brugghús hefur ákveðið að gera gott betra en í ár var bruggaðferðum breytt örlítið við gerð Úlfs Úlfs. Beiskja var minnkuð örlítið og reynt var að ná meiri ávaxta tónum úr humlunum. Útkoman er á þá leið að þrátt fyrir hátt áfengismagn er bjórinn ótrúlega auðveldur í drykkju, með gnægð framandi ávaxta, mýkt og þurrari en áður. Hér er fíngerður og afskaplega góður Double IPA á ferð.

Það þarf varla að taka fram að Úlfur Úlfur fær full meðmæli frá Vínótek

Deila.