Úlfahjörð Borgar gengur í gegnum breytingar

Lengi hefur Úlfur verið vinsælasti IPA bjór landsins og eiga systkini hans, Úlfrún og Úlfur Úlfur einnig marg aðdáendur. Lengi getur gott batnað og talsverðar breytingar hafa núna verið gerðar á IPA bjórum Borgar. Skipt hefur verið um ger og bjórarnir mun minna síaðir en áður. Þetta er gert til að draga fram meira bragð og betrum bætabjórana til muna.

Úlfur Úlfur færist nær frændum sínum á norð austurströnd Bandaríkjanna þar sem skýjaðir og bragðmiklir IPA bjórar ráða ríkjum, svokallaðir „New England IPA“. Sama er uppi á teningnum með Úlfrún sem er skýjaðri en áður og bragðmeiri. Úlfur heldur sinni beiskju en er talsvert bragðmeiri og betri en áður.

Nýjung er svo einnig uppi á teningnum þar sem Úlfahjörðin hefur eignast leiðtoga í formi Úlfs Úlfs Úlfs. Hér er á ferðinni svokallaður „Triple IPA“, 11% bjór með einu mesta humlamagni sem Borg hefur lagt í. Hlaðinn af Citra og El Dorado sem gefur honum mikinn suðrænan blæ. Fæst hann í afar takmörkuðu upplagi og ef eitthvað er að marka heimasíðu ÁTVR að þá stefnir í að hann verði uppseldur bráðum. Það er því ekki eftir neinu að bíða enda brakandi ferskvara hér á ferð.

Deila.