Purity Brewing í ÁTVR

Á vor mánuðum byrjuðu bjórar frá Purity Brewing að sjást í hillum ÁTVR.

Purity er tiltölulega lítið breskt brugghús, frægir líklegast fyrir að sérbrugga fyrir Marks & Spencer. Þetta litla handverks brugghús var stofnað 2005 en þeir hafa sérhæft sig í bresku öli með þó áherslu á ósíaða lager og pale ale bjóra.

Bjórarnir sem fást hér á landi sex talsins sem verður að teljast mikið úrval frá litlu brugghúsi í Warwickshire. Klassíska breska ölið sem fæst í glerflöskum eru UBU, Pure Gold og Mad Goose. Tiltölulega þægilegir bjórar, ekki háir í áfengi og fínir matarbjórar. Í dósum eru síðan Longhorn Rye IPA, Saddle Black og Lawless Lager.

Longhorn Rye IPA ber af, frekar þægilegur IPA. Einungis 5% í áfengisstyrk sem færir hann nær „session IPA“ og gerir manni kleift að fá sér kannski fleiri en einn eða tvo í einu. Hann er frekar þurr, með örlitlum ávaxtatónum og rúgkeim. Vinotek mælir sérstaklega með honum af Purity bjórunum en mælir þó með að smakka þá alla.

Deila.