Rósavín þurfa langt í frá að vera bundin við sumarið, góð rósavín geta hentað með mat allan ársins hring. Þetta rósavín kemur frá Navarra-héraðinu í norðurhluta Spánar, það hefur nokkuð djúpan og mikinn bleikan lit, í nefi rauð ber ríkjandi rifsberjasulta, títuber, það er þurrt og nokkuð mikið um sig í munni, vín sem gæti verið athyglisvert með krydduðum asískum mat.
70%
1.899 krónur. Góð kaup.
-
7