Rhone to the Bone 2015

Rhone to the Bone er rauðvín frá vínhúsinu Ravoir & Fils í Rhone-dalnum, fellur undir skilgreininguna Cotes-du-Rhone og blandan er 65% Grenache og 35% Syrah. Eins og nafn vínsins og framsetning öll gefur til kynna er þetta ní nefiútímaleg útgáfa af þessari klassísku „appelation“ sem Cotes-du-Rhone er. Dökkrautt, út í fjólublátt á lit,  bjartur ávöxtur, rauð ber kirsuber, rifsber, skógarber,  jafnvel smá leður, vínið hefur góðan þéttleika, góða sýru, ungt og lipurt.

70%

2.199 krónur. Mjög góð kaup. Prýðilegasta matarvín.

  • 7
Deila.