Glænýr bjór frá Borg og tap takeover á English Pub næsta fimmtudag

Borg Brugghús kynnir nýjan bjór um þessar mundir en það er samvinnu verkefni með finnska brugghúsinu Maloskosken Panimo.

Nafnið á bjórnum er talsverður tungubrjótur, Hölokynkölokyn! Bjórinn er svo kallaður „kettle sour“, súrbjór með kirsuberjum. Kirsuberin leika aðahlutverkið og er litla aðra lykt að finna af bjórnum, þó smá jógúrt keim einnig. Á tungu er hann léttur, örlítið súr með talsverða sýru. Kirsuberin leika sem fyrr aðahlutverki og er þetta hinn fínasti ávaxta súr bjór.

Þessi bjór verður á krana á English Pub næstkomandi fimmtudag en þá verða 12 bjórar frá Borg Brugghúsi á krönum staðarins. Talsvert er síðan Borg blés til viðburðar og því er löngu kominn tími til. Athygli vekur að jólabjórinn Hurðaskellir verður einnig á boðstólum en hann er löngu uppseldur. Því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem misstu af að ná að smakka hann.

Kranalistinn er svo hljóðandi:

– HÖLÖKYNKÖLÖKYN Nr.C10 – 5,3% Cherry Sour. (Frumsýning)

– HURÐASKELLIR Nr.54 – 11,5% Imperial Porter (Tunnuþroskaður í rúgviskítunnum)

– Giljagaur Nr.14 – 10% Barleywine

– Askasleikir Nr.45 – 5,8% Amber Ale

– Sut Tur – 5% Gose, súrbjór með söl – samstarfsverkefni með hinu danska Flying Couch

– Úlfur Úlfur Nr.17 – 9% Double IPA

– Úlfur Nr.3 – 5,9% IPA

– Brjánsi Nr.52 – 4% Sour Ale

– Sólveig Nr.25 – 6% Hoppy Weizen

– Myrkvi Nr.13 – 6% Kaffikryddaður Porter

– Sæmundur Nr.49 – 4,7% Mango Pale Ale

– Ástríkur Nr.51 – 4,6% Belgian Pale Ale

Herlegheitin hefjast kl 19:30 næsta fimmtudagskvöld á English Pub og er full ástæða með að mæla með mætingu.

Deila.