Vidal Fleury Cotes-du-Rhone Rouge 2015

Vínhúsið Vidal-Fleury er það vínhús Rhone sem hefur verið hvað lengst í samfelldum rekstri eða frá því á átjándu öld. Það er staðsett í bænum Ampuis, fyrir neðan hlíðar Cote-Rotie en í þessu víni eru það þrúgur sunnar af Rhone-svæðinu sem eru notaðar. Nánar um Vidal-Fleury má lesa í þessari frásögn af heimsókn okkar þangað sem er hér. Það er Grenache ríkjandi í rauða Cotes-du-Rhone víninu, um 65% af blöndunni en restin Syrah, Carignan og Mourvédre. Þetta er kröftugt Cotes-du-Rhone með fína fyllingu, dökkur kirsuberjaávöxtur, dökkt súkklaði, smá fjós, þurrkaðar kryddjurtir og örlítil vanilla. Hörkufínt vín.

90%

2.499 krónur. Frábær kaup. Vín með lambi, nauti og ostum.

  • 9
Deila.