Dill heldur stjörnunni

Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á DILL um síðustu áramót af Ragnari Eiríkssyni, hélt til Danmerkur síðastliðin laugardag til þess að vera við athöfn Michelin-nefndarinnar og taka við staðfestingu um að DILL heldur Michelin-stjörnu sinni. Dill er ennþá fyrsti og eini íslenski veitingastaðurinn sem hlotið hefur þessa viðurkenningu.

Eins og kunnugt er þá hlaut veitingastaðurinn sem staðsettur er á Hverfisgötu 12 fyrstu Michelin-stjörnuna sem íslenskur staður hefur hlotið fyrir ári síðan.

Kári hlaut gott matreiðsluuppeldi frá móður sinni á Hólmavík og tók ákvörðun um að verða matreiðslumaður þegar hann dvaldi sumarlangt í vellystingum Árneshreppi á Ströndum.  Kári hefur starfað á DILL í rúmt ár og hefur starfað á Michelin-stöðunum Texture í London og Noma í Kaupmannahöfn.

Ragnar Eiríksson tók við Michelin-stjörnu DILL í fyrra vinnur nú hörðum höndum við að opna HOLT sem er nýr veitingastaður sem opnar á Hótel HOLT 28. febrúar næstkomandi.

Hér er listinnyfir norrænu stjörnustaðina í heild sinni:

http://bon-vivant.dk/michelin-guide-to-the-nordic-countries-2018-the-full-list

Deila.