Allegrini Palazzo della Torre 2014

Allegrini-fjölskyldan hefur verið viðloðandi vínrækt í Valpolicella frá sautjándu öld og vínin einkennast af frábæru jafnvægi á milli hins hefðbundna og hins nútímalega og framsækna.

Palazzo delle Torre er einnar ekru „chateau“-vín af ekrum í kringum setrið Villa della Torre. Setrið er á Valpolicella-svæðinu en vínið er þó flokkað sem „IGT“ þar sem að auk Valpolicella-þrúgnanna Corvina og Rondinella er einnig að finna smávegis af Sangiovese. Hluti af þrúgunum er líka þurrkaður – þetta er það sem stundum er kallað ripasso – en sá stíll verður þó ekki yfirþyrmandi eins og stundum vill verða. Litur er mjög dökkur, út í fjólublátt, angan af þurrkuðum berjum, kirsuberjum, krækiberjum kryddjurtum, smá kaffi, vinið þarf nokkurn tíma til að opna sig, það er svolítið hart í byrjun en mýkist hratt og breiðir vel úr sér. Þykkt og þurrt í munni, kröftugt. Þetta er flott vín, mun þurrara en flest önnur vín í þessum stíl.

90%

2.990 krónur. Frábær kaup. Mikið matarvín.

  • 9
Deila.