Trivento Cabernet-Malbec Reserve 2016

Þrúgurnar Cabernet Sauvignon og Malbec koma báðar upprunalega frá suðvesturhluta Frakklands og er að finna í hinum sígilda þrúgukokteil Bordeaux-vína. Cabernet hefur farið sigurför um allan heim en minna hefur farið fyrir Malbec, nema í Argentínu. Þar hafa Malbec-vínin náð yfirburðastöðu og þekktustu og bestu Malbec-vínin í dag koma ekki frá Frakklandi heldur Mendoza í Argentínu. Hérna koma þessar tvær þrúgur saman í skemmtilegri blöndu frá vínhúsinu Trivento. Dökkrautt á lit, út í fjólublátt. Kröftug berjaangan, sólber, krækiber og bláber, fersk, örlítið krydduð, Vínið er ungt og sprækt og það hefur gott af því að standa í smá tíma áður en það er borið fram. Umhelling spillir ekki fyrir.

70%

1.899 krónur. Mjög góð kaup. Fínt vín fyrir sumargrillið.

  • 7
Deila.