Francois Martenot Bourgogne Blanc 2016

Francois Martenot er aldargamalt „negociant“-vínhús í Beaune í Búrgund sem eðli málsins samkvæmt sérhæfir sig í vínum héraðsins. Bourgogne Blanc er auðvitað Chardonnay eins og önnur hvítvín héraðsins. Þetta er stílhreint, týpískt Búrgundarvín og á óvenjulega góðu verði miðað við Búrgund. Ljósgult með þægilegri angan af þroskuðum gulum eplum, sætum sítrusávexti og ristuðum valhnetum, mjúkt með mildri og þægilegri sýru og góðum ávexti í munni.

80%

2.299 krónur. Frábær kaup - ekki síst fyrir hvítt Búrgundarvín. Með grilluðum fiski, jafnvel skelfiski.

  • 8
Deila.