El Padre Cabernet Franc 2012

Morande Adventure er vínlína frá vínhúsi Pablo Morande í Chile þar sem að óvenjulegar þrúgur eða þrúgusamsetningar fá að njóta sín. El Padre er rauðvín úr þrúgunni Cabernet Franc sem sjaldan stendur ein og sér og er ekki algeng í Chile. Cabernet Franc er algeng í Bordeaux, ekki síst á hægribakkanum,  sem og í Loire. Þekktasta vínið þar sem Cabernet Franc er í aðalhlutverki er vafalítið Chateau Cheval Blanc í Saint-Emilion í Bordeau en um tveir þriðju vínekra þess fræga húss eru Cabernet Franc.

Cabernet Franc er oft fínlegri og kryddaðri útgáfa af ættingja sínum Cabernet Sauvignon en þetta er kröftugt og athyglisvert vín, dimmrautt á lit með dökkum ávöxtum í nefi, sólberjum og krækiberjum, töluvert kryddað, ferskar kryddjurtir, þétt í munni, fersk sýra og nokkuð kröftug tannín, vel strúkturerað vín. Það þarf tíma til að opna sig, umhellið því gjarna.

 

90%

2.999 krónur. Frábær kaup, athyglisvert vín. Þarf tíma til að opna sig.

  • 9
Deila.