Donnafugata Sedára 2016

Sedara er sikileyskt rauðvín frá vínhúsinu Donnafuga og eru þrúgurnar í vínið að mestu ræktaðar á Contessa Entellina-búgarði vínhússins á vesturhluta eyjunnar. Meginþrúgan í Sedara er hin sikileyska Nero d’Avola en í blöndunni má einnig finna smávegis af Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot.

Þetta er ungt og sprækt vín, dökkrautt með heitum, svolítið sólbökuðum rauðum ávexti í nefi, kirsuber, krækiber, kryddað, það hefur góða sýru í munni, létt og ferskt.

0%

2.390 krónur. Mjög góð kaup. Með bragðmiklum pastaréttum.

Deila.