Skoffín C16 frá Borg og Kombucha Iceland

Borg Brugghús hafa lengið leikið sér með samvinnuverkefni með öðrum brugghúsum. Töluvert frelsi einkennir þessi samvinnuverkefni og er útkoman oft á tíðum óhefðbundin.

Skoffín Nr. C16 er nýjasta afurðin í samvinnuverkefna línu Borgar Brugghús og 16. bjórinn í þeirri seríu. Í þetta sinn er samvinnuaðilinn ekki brugghús heldur Kombucha Iceland sem hafa gert Kombucha við góðan orðstír hér á landi. Í stuttu máli er Kombucha gerjað te bruggað með hinum fornfræga Mansjúríusvepp  til bæði yndisauka og heilsubóta. Mansjúríusveppurinn ætti að vera íslendingum kunnugur þar sem hann var gríðarlega vinsæll á heimilum landsmanna fyrir rúmum tveimur áratugum. Samvinna þessara aðila er tvíþætt í þessu verkefna. Borg var með í gerð Kumbacha hjá Íslands og síðan var bruggaður bjór í húsakynnum Borgar. Í lok var þessu blandað saman og er sú afurð hið svokallaða Skoffín.

Skoffín er nokkuð auðdrekkanlegur enda áfengismagn einungis 3,8%. Hann er örlítið súr en sýran frá Kombucha te-inu lyftir sýrunni upp á við. Nokkuð hressandi og skemmtileg tilraun hér á ferð frá afar ólíkum aðilum. Hiklaus meðmæli frá Vínotek.

Listakonan Sigrún Hlín Sigurðardóttir er höfundur fallegra myndskreytinga á miða Skoffíns.

 

 

Deila.