Chateau d’Agassac 2015

Chateau Agassac er einstaklega heillandi lítið Chateau á svæðinu Haut-Médoc í Bordeaux rétt norður af borginni sjálfri. Þó að það sé ekki inni á „stóru“ svæðunum í Médoc þá gefur þetta vín þó mörgum „stærri“ vínum lítið eftir fyrir einungis brot af verðinu. Eigandinn Jean-Luc Zell hefur lagt mikinn metnað í að þróa Agassac áfram á síðasta áratug og það er svo sannarlega að skila sér í stöðugt betra víni – sem var þó gott fyrir.

2015 var auðvitað afskaplega gott ár í Bordeaux og það leynir sér ekki í þessu víni, þetta er skólabókardæmi um vel gert Médoc-vín. Fagurrautt, í nefi elegant sólberjaávöxtur og plómugrautur, örlítið piprað og míneralískt, tignarlegt og vel strúktúrerað með fínum tannínum og ferskri sýru, vín til að geyma.

90%

3.899 krónur. Frábær kaup. Fágað og flott Médoc-vín fyrir hreindýrið og nautasteik Wellington.

  • 9
Deila.