Corte Giara Amarone La Groletta 2015

Corte Giara er lína af vínum frá Allegrini-fjölskyldunni og Amarone er eins og gefur að skilja toppurinn af því sem í boði er. Þessi einstaki vínstíll þar sem notaðar eru þrúgur er hafa verið vindþurrkaðar fyrir víngerjunina hentar vel á þessum árstíma þegar að við drögum fram þyngstu og bragðmestu matarréttina.

Vínið er dökkt með angan af þurrkuðum rauðum ávexti, beiskum kirsuberjum, dökku súkkulaði og apótekaralakkrís, vínið er þurrt og kryddað, ávöxturinn svolítið þægilega beiskur, ágæt sýra og vínið er ferskt og þægilegt þrátt fyrir þyngd sína.

90%

4.490 krónur. Frábær kaup. Með rjúpunni eða villigæsinni. Með Osso Buco.

  • 9
Deila.