Augment Cabernet Sauvignon 2016

Það hefur verið ákveðin tíska í gangi í Bandaríkjunum að geyma vín í gömlum viskýtunnum og sú er einmitt raunin með þetta vín hér, kaliforníska Cabernet-vínið Augment sem látið hefur liggja á Bourbon-tunnum. Og vínið er í samræmi við það sem við mætti búast, þetta er ávaxtaríkt og djúpt vín þar sem eikin gegnir miklu hlutverki, dökkt á lit með sætum, krydduðum og allt að því þurrkuðum ávexti, þarna má greina smá sveskjur og rúsínur í nefinu í bland við rauðari ber, eikin er sæt og þykk með kaffi og súkkulaðitónum, áferðin mjúk og þægileg með þykkum og sætum ávexti. Þetta er ágætis grillvín ekki síst ef það er einhver sæta með, t.d. BBQ-sósa.

80%

2.699 kronur. Mjög góð kaup. Með bragðmiklum réttum og grilluðu kjöti.

  • 8
Deila.