Glen Carlou Cabernet Sauvignon 2014

Glen Carlou er vínhús sem á sér ekki jafn langa sögu og mörg önnur þekkt vínhús í kringum Paarl og Stellenbosch í Suður-Afríku. Það eru ekki aldir liðnar frá því að það var stofnað heldur „einungis“ rétt rúmir þrír áratugir. Engu að síður hefur Glen Carlou skipað sér sess meðal betri vínhúsa Suður-Afríku og síðustu fimmtán ár hefur það verið í eigu Hess Family Estates sem á og rekur nokkur þekkt vínhús víða um heim.

Þetta er tignarlegur og kröftugur Cabernet, dökkrautt, með örlitlum byrjandi þroska út í múrsteinsrautt. Þroskaður sólberjasafi, töluverður reykur, þurrkaðar kryddjurtir og leður taka á móti í nefi, vínið er aflmikið, tannín láta fara svolítið fyrir sér og vínið hefur fína legnd.

90%

2.999 krónur. Með grillaðri nautasteik eða vel krydduðu lambi.

  • 9
Deila.