Podere 2016

Podere er enn eitt af vínunum frá hinu framúrskarandi vínhúsi Umani-Ronchi er hafa verið að bætast í vínbúðirnar síðustu mánuði. Þetta er rauðvín úr lífrænt ræktuðum Montepulciano-þrúgum frá Abruzzo á Adríahafsströnd Ítalíu. Liturinn er dökkrauður og rauður berjaávöxturinn þægilegur og sólríkur, örlítið kryddaður, kirsuber eru ríkjandi en líka vottur af plómum og smá sólber, þetta er aðgengilegt og þægilegt vín, hefur ekkert komið nálægt eik,  og þó að þetta sé enginn „risi“ að þá eru tannín til staðar og það hefur það gott af því að lofta sig aðeins og standa opið í einhverja stund áður en það er borið fram.

70%

1.990 krónur. Mjög góð kaup. Með ítölskum pastaréttum.

  • 7
Deila.