G.D. Vajra Langhe Rosso 2016

Piemont-vínin eiga sína staðföstu unnendur en hafa engu að síðir ekki verið áberandi í seinni tíð,  en þetta er vín sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Vínræktarsvæði Langhe í Piemont eru skilgreind með áþekkum hætti og í Búrgund það er í sífellt þrengri hringjum. Ysti hringurinn er Langhe en næst kemur Alba. Þekktustu undirsvæðin eru kennd við þorpin Barolo og Barbaresco og innan hvers þorps er að finna vín sem eru skilgreind niður á eina tiltekna ekru, eins konar Cru líkt og í Búrgund.

Vajra er ekki stór framleiðandi en engu að síður með bestu framleiðendum Piedmont. Fjölskyldan framleiðir frábær vín, ekki síst Barolo-vín en Langhe Rosso-vínið er gert úr hinum klassísku þrúgum svæðisins, Nebbiolo, Dolcetto og Barbera en einnig hinar sjaldgæfari Freisa, Albarossa og meira að segja smávegis af Pinot Noir.

Fallega rúbínurautt, trönuber, sæt rifsber og rósabeð, leðurangan og ferskar kryddjurtir, sýrumikið og nokkuð tannískt, afskaplega þætilegt, bjart og lifandi. Vín sem heldur áfram að springa út eftir því sem að það fær að vera opið lengur.

90%

2.490 krónur. Frábær kaup, algjörleg yndislegt vín. Með risotto og pasta með sveppum.

  • 9
Deila.