Adobe Reserva Pinot Noir 2017

Víngerðarsvæðið Bio-Bio er eitt af syðstu vínræktarsvæðum landsins og þaðan koma þrúgurnar í lífrænt ræktaða Pinot Noir frá Chile. Það er fallega kirsuberjarautt og ávöxturinn er bjartur og rauður, jarðarber, hindber og kirsuber, nokkuð kryddaður með ferskri og þægilegri sýru. Þéttur og fínn strúktúr, míneralískt í lokin.

80%

2.099 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling og grísakjöti.

  • 8
Deila.