Louis M. Martini Sonoma Cabernet Sauvignon 2015

Sonoma er annað af stóru landfræðilegu vínnöfnunum í Kaliforníu ásamt Napa og er eitt af betri ræktunarsvæðum fyrir þrúgur á borð við Cabernet Sauvignon.

Vínið er dökkfjólublátt og í nefinu eru sultuð bláber og sólber, kryddað, örlítill vottur af myntu og sæt eik, vanilla og  súkkulaði. Áferðin er mjúk og þykk, tannín halda þétt utan um vínið en rífa ekki í.

90%

2.799 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu lambi.

  • 9
Deila.