Blanc de Pacs 2017

Blanc de Pacs er hvítvín gert úr lífrænt ræktuðum þrúgum af ekrum Cusine-fjölskyldunnar í Pénedes í Katalóníu. Þetta er blanda úr þremur staðbundnum þrúgum, Parellada, Xarello og Macabeo sem einnig eru notaðar í Cava-vín svæðisins.

Blanc de Pacs breytist nokkuð í stílnum milli árganga, hann er mýkri og sítrusríkari, vínið er fölgult og í nefinu má finna límónu, sítrónu og sítrónubörk,hvít blóm og rósir, vínið er mjög ferskt, með þægilegri, mildri sýru, létt og lipur, míneralískt.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Með bleikju eða skelfiski, hvítum fiski með sítrónu.

  • 8
Deila.