Baron de Ley Blanco 2017

Spænska héraðið Rioja er langþekktast fyrir rauðvínin sín en hvítvín héraðsins eru farinn að sjást í auknum mæli eins og spænsk hvítvín almennt. Þetta hvítvín frá Baron de Ley hefur löngum verið í miklu uppáhaldi hjá okkur enda er það ár eftir ár með bestu kaupunum í sínum verðflokki. Þrúgan sem fyrst og fremst er notuð er Viura, einnig þekkt undir nafninu Macabeo, en um tíundi hluti vínsins samanstendur einnig af Malvasia. Þrúgurnar eru ræktaðar í hæðum svæðisins Rioja Alta þar sem aðstæður gera þeim kleift að sameina jafnt ferskleika sem góðan ávöxt.

Litur vínsins er ljós, það er fölgult með grænum tónum og í nefinu eru sætar ferskjur, blóm og sætur sítrusávöxtur,   það er ferskt og lifandi, fín sýra, ungt og sumarlegt.

90%

1.899 krónur. Frábær kaup, ótrúlega gott vín fyrir þennan pening sem tryggir víninu einkunn í samræmi við það.

  • 9
Deila.