Albert Bichot Pinot Noir Sécret de famille 2017

A. Bichot er með stærri vínhúsunum í Búrgund, á eina hundrað hektara þar af ekrum og hefur á síðustu árum verið að einbeita sér að eigin framleiðslu í auknum mæli auk þess að stunda négociant-viðskipti það er kaupa vín frá smærri vínbændum og selja undir eigin merkjum. Þetta gamla vínhús sem stofnað var í Beaune árið 1831 hefur hægt og sígandi verið að koma sér á kortið á ný sem alvöru „player“ í Búrgúndarvínunum.

Þrúgurnar í Sécret de famille koma alfarið af Cote d’Or-svæðinu, ræktaðar í kringum þorpin Chambolle-Musigny, Nuits-Saint-George, Gevrey-Chambertin og Marsannay. Þetta er dökkur og þéttur Pinot Noir, svolítið einstefnulegur en massívur, rifsber, kirsuber og trönuber. Vínið hefur góða fyllingu í munni, þétta og fína sýru og lifir lengi.

 

80%

2.998 krónur. Frábær kaup. Þéttur og fínn Búrgundari, t.d. með andarbringum og berjasósu.

  • 8
Deila.