Fontanafredda Raimonda Barbera d’Alba 2015

Fontanafredda er vínhús með langa sögu og Barolo-vínið þeirra var líka lengi vel eina Piedmont-vínið sem var fáanlegt á Íslandi. Nú er öldin önnur með breyttu umhverfi alþjóðaviðskipta og þá er líka áhugavert að velta fyrir sér hvað Fontanafredda hafi fram að færa fram yfir aðra. Eitt af því sem vínhúsið hefur lagt mikla áherslu á síðustu árin er lífræn ræktun og það er nú umfangsmesti ræktandi lífrænna vína í öllu Piedmont-héraði.

Raimonda Barbera d’Alba er hið fínasta vín, dimmrautt á lit, dökk kirsuber, plómur og fjólur í nefi, mild kryddangan. Ágætlega þykkt, fín fylling og góð sýra, mild eik, smá reykur og pipar í lokin. Má alveg geyma í 2-3 ár í viðbót.

80%

2.895 krónur. Frábær kaup. Flottur Norður-Ítali með risotto eða pasta-réttum.

  • 8
Deila.