Glárima de Sommos 2018

Somontano er eitt af mörgum gamalgrónum spænskum vínhéruðum sem hefur verið að ganga í endurnýjun lífdaga. Það er að finna undir rætum Pýrenea-fjalla um 200 kílómetra norðvestur af Barcelona og ´vinræktina má rekja til þess tíma er Rómverjar réðu ríkjum á þessum slóðum. Eitt af helstu vínhúsum svæðisins er Bodegas Sommos og standard-vínið frá þeim heitir Glárima, blanda úr Merlot og Tempranillo.

Dökkrautt út í fjólublátt, berjamikið í nefi, bláber, kirsuber, fjólur, vínið er ferskt, þægileg sýra, mild tannín og þykkur og bjartur ávöxtur út í gegn.

80%

2.358 krónur. Frábær kaup. Ungur og sprækur Spánverji, fínn með pasta og kjúklingaréttum.

  • 8
Deila.