Dopff & Irion Gewurztraminer Cuvée René Dopff 2016

Dopff & Irion er vínhús í Alsace sem að lengi vel var fyrirferðarmikið á Íslandi. Þetta sögufræga hús hefur verið minna áberandi á Íslandi síðustu árin en er nú að koma með „come-back“, sem er fagnaðarefni, því þetta er frábær víngerð. Gewurztraminer er ein af „eðalþrúgum“ Alsace og þetta er eðaleintak. Fagurgult á lit og þykkur, þroskaður og seiðandi ávöxtur í nefi, apríkósur, mandarínubörkur, blóm og nýbakaðar piparkökur, þykkt og safaríkt, með þægilegri mildri sætu og ferskri sýru.

90%

2.895 krónur. Frábær kaup. Með kalkún og jafnvel jólaskinkunni.

  • 9
Deila.