Baigorri Tempranillo Reserva 2011

Baigorri er eitt af nýrri vínhúsum Rioja-vínhéraðsins á Spáni og hefur byggt upp nútímalega víngerð á undirsvæðinu Rioja Alavesa. Reserva-vínið er 100% Tempranillo af gömlum vínvið og það hefur legið í 18 mánuði á franskri eik áður en því var tappað á flösku og geymt í kjöllurum Baigorri.

Dökkt örlítið farið að sýna þroska í lit,  þurrt, míneralískt, eikin þurr, svolítið púrtvínslegt í nefi, þurrkaður ávöxtur, negull, kryddað örlítið glögg. Þykkt og mikið í munni, tannín þétt, mjúk og kröftug. Mikið vín.

100%

3.990 krónur. Frábær kaup. Smellur vel að hreindýri.

  • 10
Deila.