One 1 Ribera del Duero 2016

La Rioja Alta er með bestu vínhúsum Rioja og fyrir nokkrum árum færði það sig einnig yfir til Ribera del Duero með fjárfestingu í vínhúsinu Bodegas Astér. One 1 er aðgengilegt Ribera, kröftugt en mjúkt. Dökkt á lit með dökkum krydduðum ávexti, blýantsydd og ristaður viður, súkkulaði og vanilla, þétt og fín tannín og töluverð sýra sem léttir á víninu.

90%

2.599 krónur. Frábær kaup, sýnir hvað Ribera getur gefið mikið fyrir peninginn. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

  • 9
Deila.