Rebel.lia 2018

Vinedos & Bodegas Vegalfaro er vínhús í Valencia-héraði á Spáni sem leggur mikla áherslu á lífræna ræktun. Rauðvínið Rebel.lia er úr Tempranillo og Garnacha Tintonera þrúgum frá héraðinu Utiel-Requena sem er í grennd við Valencia. Garnacha Tintonera er afbrigði, blendingur af Grenache og Pinot Bouschet sem einnig er þekkt sem Alicange-Bouschet.

Þetta er ungleg ávaxtabomba, Rauðfjólublátt á lit, kirsuber og rifsber eru ríkjandi í nefi, berjaanganin nánast ýkt. Í munni er það unglegt, með ferskri og sprækri sýru.

80%

2.350 krónur. Frábær kaup. Yndislegt pizzu og pastavín.

  • 8
Deila.