Chateau l’Hospitalet la Reserve 2017

Chateau l’Hospitalet er mikilfenglegur vínbúgarður syðst í Languedoc staðsettur á klöppinni La Clape steinsnari frá Miðjarðarhafinu. Reserve-vínið er hið fyrsta af þremur vínum sem koma frá húsinu, töluvert dýrari eru stóra vínið Grand Vin og ofurvínið l’Hospitalitas. Eins og flest önnur vín Gerards Bertrands eru vín Hospitalet gerð úr lífrænt ræktuðum og lífefldum þrúgum. Þetta er heillandi Miðjarðarhafsvín, þrúgublandan klassísk eða Grenache, Syrah, Mourvédre. Kryddað í nefi, ólífur, ferskar kryddjurtir í bland við sólber og sultaðar plómur, vinið er tannískt, með nokkuð kröftugri sýru, míneralískt í lokin.

90%

3.199 krónur. Frábær kaup. Með grilluðu lambi eða lambafile og kryddjurtum.

  • 9
Deila.