Artadi Vinas de Gain 2017

Vínhúsið Artadi framleiðir vín víða um Spán en einhver bestu vín þess koma hins vegar frá Rioja, einnar ekru vín úr þorpum Rioja Alavesa. Vinas de Gain er litlibróðiri þeirra, en engu að síður hörkuflott rauðvín, þrúgurnar koma frá mismunandi ekrum í kringum þorpin Laguardia og Elvillar de Álava í Rioja Alavesa. Stíllinn mótast af því að vínið er hreint Tempranillo og það er líka einungis notuð frönsk eik. Í nefi er ávöxturinn ríkjandi, dökk ber, kirsuber, krækiber, jarðarber,  eikin heldur sig til baka, vanillan þó greinileg í bakgrunni og kemur meira fram í munni, þéttur og fínn strúktúr sem heldur utan um vínið, það er elegant, fersk, fín sýra. Vín sem gæti átt mörg góð ár framundan.

 

100%

4.190 frábær kaup. Með nautalund, hreindýri. Villibráð.

  • 10
Deila.